Getur kötturinn komið inn með starfló?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

kisa upp á þaki

kisa upp á þaki

Það eru miklar líkur á því. Ég varð vitni að því í dag. Í tveimur tilfellum sá ég ketti vera uppi á þaki.

Ég sá að köttur var kominn upp á þak þar sem starri var með hreiður og ungar komnir.

Starinn var í tré rétt hjá og fylgdist grannt með kettinum sem reyndi að krafsa þar sem ungarnir voru.

 

Starahreiður

Starahreiður

Kötturinn náði ekki til ungana og gafst upp að lokum en hvort hann bar með sér staraflóinn það er önnur saga.

 

 

 

 

 

kisa grá

kisa grá

Hinn kötturinn var

eiginlega skemmtilegri.

Ég gekk að honum og hann hörfaði þar til hann var kominn að sínu húsi. Þá tók hann á rás og stökk upp lóðrétta 4*4 tommu spítu ca. tveggja metra háa, þaðan upp á þak og ofan í þakkantinn.

 

Það sem var fyndið er að upp úr stóð ca. 5 cm af skottinu. Þar sem þakkanturinn er var örugglega starahreiður og mjög miklar líkur á að hann beri með sér

starabit

starabit

starafló inn.

Lærdóminn sem má læra af þessum dæmum er að loka öllum leiðum sem starinn getur hugsanlega komist í.

Ef það er gert þá getur starrinn ekki gert hreiður og þar af leiðani kemur engin fló, eins og sagt er byrgið brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

 

heimildir

Myndir: kisa